SORPA er fjölbreyttur vinnustaður og þar starfar samheldinn hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og því er lögð áhersla á að efla starfsfólk í starfi og stuðla að vellíðan þess. Starfsfólk er hvatt til að auka við þekkingu sína og færni og boðið er upp á fjölbreytt tækifæri til símenntunar. Þá er starfsfólk jafnframt hvatt til að sýna frumkvæði í eigin þekkingaröflun og menntun.
Hjá SORPU er boðið upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli starfs og einkalífs. Fyrirtækið tryggir jafnan rétt fólks til starfa óháð kyni og er vottað samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Við hvetjum öll kyn til að sækja um störf hjá SORPU.