Sækja um starf hjá SORPU
Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og því leggur SORPA áherslu á að efla starfsfólk í starfi og hlúa að vellíðan þess. Boðið er upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli starfs og einkalífs. Fyrirtækið tryggir jafnan rétt fólks til starfa óháð kyni og er vottað samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.
SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.
Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.
Almenn umsókn
SORPA rekur 5 deildir þar sem unnin eru fjölbreytt störf.
Endurvinnslustöðvar - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
Móttökustöðin í Gufunesi - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, flokkun úrgangs og vélavinna
Urðunarstaðurinn í Álfsnesi - Móttaka á vigt, mælingar, skráningar, viðhald og vinna á verkstæði
Verslun Góða hirðisins - Lagerstörf, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
Skrifstofa - Almenn og sérhæfð skrifstofustörf
SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.
Sækja um starf Vélamaður í móttöku- og flokkunarstöð SORPU Gufunesi
SORPA leitar að vélamanni í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi.
Í starfinu felst vinna á stórum vinnuvélum, tilfærsla og flutningur á förmum og flokkun á gólfi.
- Viðkomandi þarf að sjá um þrif og umhirðu á vélum.
- Viðkomandi þarf að hafa vinnuvélaréttindi á gröfu og hjólaskóflu (E og F réttindi).
- Leitað er að starfsmanni sem hefur hæfni í mannlegum samskiptum og lipra framkomu.
- Gott vald á íslensku er skilyrði.
- Áhugi og/eða þekking á umhverfismálum er kostur.
Um vaktavinnu á dagvinnutíma er að ræða og er starfshlutfall 100%.
Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.
Umsóknarfrestur til og með 16. desember 2019.
Sækja um starf