Þróunar- og rannsóknarverkefni
Í stefnumótun SORPU kemur fram skýr vilji til að efla samstarf við háskólaumhverfi með þróunar- og rannsóknarverkefnum. Árið 2018 fór SORPA í samstarf við umhverfis- og auðlindafræði í HÍ um starfsþjálfun meistaranema. SORPA er einnig með samning við Resource International um leiðsögn nema í verkefnum SORPU og unnu tveir meistaranemar að rannsóknum á árinu sem tengjast undirbúningi gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og nýtingu plasts í malbiki. Þá var SORPA einnig í samstarfi við MATÍS um verkefni tengt erfðafræðilegum eiginleikum örvera í sigvatni, við Lífdísil um framleiðslu eldsneytis úr sláturúrgangi með stuðningi frá Rannís og von er á doktorsnema í samstarfi við Háskóla Íslands í verkefni tengt úrgangsstjórnun á árinu 2019.

Rannsóknarstofa SORPU í Álfsnesi. Fjölmargir meistaranemar á sviði verkfræði og umhverfisvísinda hafa komið að rannsóknum tengdum vinnslu í gas- og jarðgerðarstöð.